Gabriela Matecna ráðherra landbúnaðar- og byggðamála í Slóvakíu og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámstjóri að lokinni góðri heimsókn.

Ráðherra landbúnaðar- og byggðamála í Slóvakíu heimsækir Reyki

Gestir skoðuðu rannsóknagróðurhús garðyrkjunnar og fræddust um rannsóknir þar og aðstöðu til verklegrar kennslu
Að lokum var bananahúsið skoðað og alltaf gaman að sýna gestum íslenska banana, sítrusávextri, kaffibaunir, granatepli og fleiri suðrænar plöntur.
Guðríður leiðir gesti um bananahúsið.

Ráðherra landbúnaðar- og byggðamála í Slóvakíu sótti Reyki heim og fræddist um starfsemi skólans með áherslu á garðyrkjunámið og nýtingu jarðvarma. Með í för var u.þ.b. 35 manna hópur framámanna í landbúnaði og stjórnkerfi Slóvakíu ásamt fulltrúum hagsmunaaðila. Hópurinn nýtti tímann vel og skoðaði ýmis fyrirtæki á Íslandi og kynnti sér nýtingu jarðvarma m.a. í landbúnaði og fiskeldi.

Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri og Guðmunda Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri tóku á móti hópnum í garðskálanum og fræddi Guðríður gesti um starfsemi garðyrkjudeildanna og sýndi aðstöðuna m.a. rannsóknagróðurhúsið og bananahúsið. Góðar umræður spunnust og var mikið spurt og augljóst að mikill áhugi er fyrir reynslu á sviði nýtingar jarðvarma til ræktunar. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image