Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf

Þriðjudaginn 4. febrúar var undirritað samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði.  Mikilvægur þáttur samkomulagsins er að stofnað verður til sameiginlegra faghópa til að greina þarfir, markmið og leiðir fyrir faglegt starf á sameiginlegu verksviði. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Ágúst Sigurðsson rektor (t.h.) og Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóra RML skoða samninginn áður en þeir undirrituðu hann.

Markmið faghópanna er að greina tækifæri í samstarfinu til að sinna brýnum verkefnum á sviði ráðgjafar, kennslu (starfsmenntastig, endurmenntun, háskólakennsla) og rannsókna með því markmiði að styrkja faglega stöðu greinanna. Jafnframt er viðfangsefni hópanna að finna tækifæri til þess að ýta úr vör rannsóknaverkefnum BS og MS nema og eftir atvikum doktorsnema og leiðir til fjármögnunar þessara verkefna. Með því móti gætu aðilar staðið sameignlega að því að styrkja rannsóknarám við LbhÍ og faglegan grundvöll ráðgjafaþjónustunnar.

Samkomulagið gerir ráð fyrir því að sérfræðingar RML komi að kennslu við LbhÍ eftir ákveðnu samkomulagi. Einkum er þar um að ræða kennslu í búfræði og búvísindum   Mikilvægur þáttur samkomulagsins snýr að samstarfi um endurmenntun  Í samningnum er ennfremur formgerð aðkoma sérfræðinga LbhÍ að vinnslu kynbótamats í búfjárrækt sem þeir hafa annast fyrir Bændasamtökin mörg undanfarin ár og munu nú sinna fyrir RML.

Háskóli Íslands

Eftir undirritun samningsins. F.v. Ágúst Sigurðsson rektor, Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum RML, Guðríður Helgadóttir forstöðumaður  Starfs- og endurmenntunardeildar, Jóhannes Sveinbjörnsson deildarforseti Auðlindadeildar, Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála, Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML og Helga Halldórsdóttir verkefnisstjóri þróunar- og samskipta RML.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image