PLANNORD 2024: Skipulag í norrænu samhengi – tækifæri og áskoranir

PLANNORD 2024: Skipulag í norrænu samhengi – tækifæri og áskoranir

11. norræna skipulagsrannsóknaþingið PLANNORD verður haldið í Reykjavík 21.-23. ágúst 2024. Áherslan er á skipulagsmál í norrænu samhengi, rannsóknir á sviðinu, tækifæri og áskoranir. Opið er fyrir innsendingar um ágrip.

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ), Skipulags- og hönnunardeild, vill vekja athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknargátt til að skila inn ágripum vegna erinda. VIð óskum eftir umsóknum um erindi frá fræðafólki, starfandi sérfræðingum og doktorsnemum, með skírskotun til viðfangsefnis málþingsins með sérstakri áherslu á sex málstofur. Nánari upplýsingar og skráning ágripa hér.

Frestur til að senda inn ágrip er 15. janúar 2024. Allar upplýsingar um málþingið verða veittar á eftirfarandi vefsíðu plannord2024.is þar sem einnig er hægt að senda inn ágrip að erindi https://plannord2024.is/

Ráðstefnustaðurinn verður Hótel Natura í Reykjavík og sjálf ráðstefnan fer fram 22-23 ágúst. Í aðdraganda ráðstefnunnar fer fram doktorsnámskeið 21. ágúst. Frekari upplýsingar munu koma fljótlega, en í bili vinsamlegast takið dagana frá! 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image