Opnað hefur verið fyrir skráningar í evrópsku nýsköpunarsamkeppnina BISC-E 2024

BISC-E er evrópsk nemendasamkeppni sem hefur það  markmið að efla frumkvöðlastarf á sviði lífvísinda sem tengist tæknilegum, umhverfislegum og samfélagslegum áskorunum samtímans.   

Ísland tók þátt í fyrsta sinn í  BISC-E 2023 og sendi íslenskt lið í lokakeppnina sem var að hefjast. Rúna Þrastardóttir doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands leiðir íslenska liðið og verkefnið sem valið var til þátttöku fyrir Íslands hönd ber heitið Insects as protein. Verkefnið felst í próteinframleiðslu úr skordýrum og að hraða þeirra umbyltingu sem er að eiga sér staða í matvælaframleiðslu í heiminum til að hægt sé að fullnægja aukinni próteinþörf. Fimmtán lönd eru með lið í lokakeppninni í ár. 

Hjálagt er dreifibréf með upplýsingum um keppnina 2024. Hægt er að skrá lið til þátttöku til 31. október 2023 með því að senda tölvupóst til Utra Mankasingh

 

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni https://bisc-e.eu/

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image