Gestafyrirlesari Luis Paulo Ribero - Hönnun landslags

Opinn gestafyrirlestur Luis Paulo Ribero

Luis Paulo Ribeiro hefur kennt landslagskenningar, áætun og hönnun hjá Landbúnaðarháskólanum í Lisboa í Portugal, Instituto Superior de Agronomia, síðan 1999. Hann hefur starfað við kennslu í landslagsarkitektúrdeild skólans frá 2009 til 2013 og hefur nú umsjón með meistara- og doktorsnámi við deildina. Luis er einn af stofnendum Rannsóknarssetursins Caldeira Cabral í landslagsarkitektúr. Þá starfar hann einnig á landslagsarkitektastofunni Topiaris í Lissabon. Topiaris hefur unnið til margra verðlauna fyrir verk sín og verið starfrækt í yfir 30 ár. Stofan sinnir fjölbreyttum verkefnum allt frá gerð landslagsáætlanna til hönnunar borgarrýma, hönnun almenningsrýma og endurbyggingu sögulegra svæða til nútímaarkitektúrs fyrir stofnanir. Einnig ferðamannastaði sem og einkagarða. Hann mun sýna okkur nokkur af þekktustu verkum stofunnar og útskýra sína nálgun, fagurfræði og aðferðir í landslagsarkitektúr.

 

Fyrirlesturinn ber heitið Hönnun landslags e. Designing Landscapes og fer fram 22. nóvember kl 13:00 á Teams Hlekkur hér. Öll velkomin.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image