Opinn fyrirlestur um framúrskarandi landslagsarkitekúr og borgarhönnun

Það er með gleði að umhverfisskipulagið fær Louise Fiil Hansen borgarhönnuð, meðeiganda og framkvæmdarstjóra SLA í Osló til að koma til landsins. Það tókst í gegnum Erasums og tengslanet fyrrum nemanda Hrönn Valdimarsdóttur sem nú vinnur á stofunni í Osló. Louise segir frá sýn og verkefnum á stofunni, SLA er arkitektastofa með starfsstöðvar í Kaupmannahöfn, Osló og Árósum. Fyrirtækið hefur tekið þátt í einna mest nútímalegu, umhverfisvænu og framúrskarandi verkefnum á sviði landslagsarkitektúrs og borgarhönnunar í Skandinavíu. 
Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni umhverfisskipulagsbrautar LbhÍ og Félags íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.

“Borgarnáttúra” er hugtak sem SLA leggur mikla áherslu á í verkefnum sýnum . Hvet alla sem hafa áhuga á borgarlífi, náttúru, arkitektúr, umhverfismálum, skipulagi, lífsgæðum, framtíðinni, hönnun eða í raun hverju sem er að mæta á fyrirlestur í norræna húsinu á föstudaginn!!! 
Fróðleikur, innblástur, samtal 

Aðgangur er ókeypis - Allir velkomnir. Sjá viðburð á Facebook.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image