Nemendur Landgræðsluskóla HSþ

Opin Málstofa: Lokaverkefni nema Landgræðsluskóla HSþ

Fjölbreytt verkefni verða kynnt á málstofunni sem er öllum opin

Mánudaginn 3. september munu nemar Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna kynna niðurstöður rannsóknarverkefna sinna á málstofu sem haldin verður á starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík.

Málstofan fer fram í Geitaskarði á 2. hæð, frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-16:00. Í ár eru 17 nemar frá níu löndum við nám í Landgræðsluskólanum. Í heimalöndum sínum starfa þau sem sérfræðingar við háskóla, ráðuneyti, hérðasstjórnir, og rannsókna- og eftirlitsstofnanir á sviði landnýtingar- og landverndarmála. Hálfs árs námi þeirra við Landgræðsluskólann er senn að ljúka og eftir að námi þeirra lýkur, halda þau til síns heima og halda áfram störfum sínum. Verkefnin sem kynnt verða á málstofunni eru fjölbreytt, eins og sjá má af dagskránni.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image