Opið hús á sumardaginn fyrsta hjá LbhÍ

Á sumardaginn fyrsta verður mikið um að vera hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Sannkölluð sumarstemming verður á starfsstöð skólans að Reykjum í Ölfusi (gamli Garðyrkjuskólinn) þar sem gestum og gangandi er boðið að kynna sér nám og störf í gróðurhúsum skólans. Í gróðurhúsum skólans er hægt að njóta gróðursins og skoða verkefni nemenda. Í Bananahúsinu eru að sjálfsögðu bananar, kaffi plöntur, fíkjur og fleira. Í verknámshúsi skrúðgarðyrkjubrautar eru grjóthleðslur, græna veggi, tjarnir og fleira. Tilraunahús garðyrkjunnar verður opið fyrir þá sem vilja skoða. Auk þess verður ýmis afþreying fyrir alla aldurshópa á skólasvæðinu. Í Garðskálanum verður opið markaðstorg þar sem m.a. hnúðkál verður til sölu líkt og undanfarin ár. Einnig verður annað brakandi ferskt og nýuppskorið grænmeti á boðstólnum. Félög og fyrirtæki af ýmsu tagi verða jafnfram með kynningu á sínum vörum og þjónustu. Það verður líf og fjör frá kl 10 til 17.00 í tilefni sumarkomunar og eru öllum boðið að taka þátt í því. Vert er að minnast á að nýjir nemendur verða teknir inn á garðyrkjubrautir í haust og eru áhugasamir kvattir til að kíkja á nemendur og starfsfólk vilji það kynna sér námið og kennsluaðstæður á Reykjum.

Sjá viðburð á Reykjum á Facebook

Á sama tíma stendur LbhÍ og hestamannfélagið Grani á Hvanneyri fyrir Skeifudeginum á Mið-Fossum í Borgarfirði. Dagskrá hefOpiðst kl 13.00 og er allir velkomnir.  Skeifudagurinn er uppskeruhátíð nemenda í reiðmennskuáföngum skólans þar sem veitt eru hin ýmsu verðlaun. Þar má nefna Gunnarsbikarinn, sem fer til þess nemenda sem fær hæstu einkunn í fjórgangskeppni, ásetuverðlaun Félags Tamningamanna og Morgunblaðskeifuna sem fer til þess nemenda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn úr verklegum reiðmennskuprófum. Morgunblaðsskeifan hefur verið veitt árlega síðan 1957, en mikill heiður þykir að hljóta Skeifuna og hafa sumir handhafar hennar seinna meir orðið einhverjir ástsælustu hestamenn landsins. Nemendur í námskeiðsröðinni Reiðmaðurinn keppa um Reynisbikarinn. Að lokinni dagskrá verður kaffisala í Ásgarði á Hvanneyri og hið vinsæla folatollahappdrætti þar sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóðhesta og búa til framtíðargæðinga. Í Ásgarði verður einnig hægt að kynna sér nám við Landbúnaðarháskólann sem og námsaðstæður nemendagarðana á svæðinu.

Sjá viðburð á Mið-Fossum á Facebook

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image