Opnað hefur verið fyrir umsóknir um innritun í framhaldsnám og er umsóknafrestur til 15. október.
Hægt er að stunda einstaklingsmiðað rannsóknarnám til meistara- og doktorsprófs á kjörsviðum skólans og starfsmiðað meistaranám í skipulagsfræðum. Nýlega fékk skólinn heimild menntamálaráðuneytis til að vera með doktorsnám í skipulagsfræðum og bætist það í námsflóru okkar. Hér eru nánari upplýsingar um meistaranám og doktorsnám.
Umsjónamaður framhaldsnáms við LbhÍ er Bjarni Diðrik Sigurðsson og allar frekari upplýsingar fást hjá kennsluskrifstofu LbhÍ í síma 433-5000 eða á netfanginu