Opið fyrir umsóknir í Framfarasjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk

Opið fyrir umsóknir í Framfarasjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk

Framfarasjóður Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk auglýsir hér með eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) til framhaldsmenntunar (náms til meistara- og doktorsgráðu) og til að styrkja rannsóknir nemenda á fagsviði LbhÍ.

Við úthlutun styrkja er fyrst og fremst horft til námsárangurs nemandans og mikilvægi námsverkefnis hans fyrir viðkomandi fræðasvið. Einnig er horft til frumkvæðis og virkni umsækjenda í félagsstörfum og samfélagsverkefnum.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. og skal senda umsóknir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Í umsókn skulu koma fram eftirtalin atriði:

i. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang
ii. Náms- og starfsferill umsækjanda
iii. Meðmæli
iv. Heiti verkefnis og stutt hnitmiðuð lýsing á verkefninu, sem nýta má til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk
v. Tímaáætlun verkefnis

Styrkúthlutun mun fara fram við skólaslit LbhÍ þann 5. júní nk.

Stjórn framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image