Opið fyrir umsóknir í Framfarasjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk 2025

Sjóðurinn styrkir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) til framhaldsmenntunar til meistara- og doktorsgráðu og til að styrkja rannsóknir nemenda á fagsviði skólans

Opið fyrir umsóknir í Framfarasjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk 2025

Framfarasjóður Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk auglýsir hér með eftir umsóknum.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) til framhaldsmenntunar (náms til meistara- og doktorsgráðu) og til að styrkja rannsóknir nemenda á fagsviði LbhÍ.

Við úthlutun styrkja er fyrst og fremst horft til námsárangurs nemandans og mikilvægi námsverkefnis hans fyrir viðkomandi fræðasvið. Einnig er horft til frumkvæðis og virkni umsækjenda í félagsstörfum og samfélagsverkefnum.

Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2025 og skal senda umsóknir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Í umsókn skulu koma fram eftirtalin atriði:

i Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang

ii Náms- og starfsferill umsækjanda

iii Meðmæli

iv Heiti verkefnis og stutt hnitmiðuð lýsing á verkefninu, sem nýta má til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk

v Tímaáætlun verkefnis

Styrkúthlutun mun fara fram við skólaslit LbhÍ þann 6. júní 2025

Stjórn Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image