Örugg framtíð í faðmi landsins - fundur mánudaginn 2. júní með framkvæmdastýru Eyðimerkursamnings Sþ

Mánudaginn 2. júní verður opinn fundur kl. 12:15-13:15 í sal Þjóðminjasafnins. Monique Barbut, framkvæmdastýra Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, mun færa rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað við aðlögun að lofslagsbreytingum og þurrkum; dregið úr fólksflótta og átökum vegna rýrnandi náttúruauðlinda og tryggt sjálfbæra landbúnaðar- og orkuframleiðslu. Ísland gegnir svo sannarlega hlutverki í þessu samhengi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur upphafsávarp. Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.

Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.

Að fundinum standa utanríkisráðueytið, umhverfis- og auðlindaráðueytið, Stofnun Sæmundar fróða, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Sjá auglýsingu

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image