Nýtt rit sem auðveldar læsi á náttúru landsins

Út er komið ritið „Að lesa og lækna landið“  eftir Ólaf Arnalds og Ásu L. Aradóttur, prófessora við Landbúnaðarháskólann. Ritið fjallar um vistfræði, landnýtingu og aðferðafræði við mat á ástandi lands og vistheimt á breiðum grunni. Farið er yfir það sem einkennir vistkerfi, ferli og þjónustu, jarðveg, rof, íslensk vistkerfi o.fl. 
Skýrt er hvernig unnt er meta ástand lands á fræðilegan en um leið aðgengilegan hátt. Í ritinu er jafnframt bent á hvað ber að hafa í huga við endurheimt landgæða á Íslandi.
Að vera læs á landið er sjálfsagður þáttur í menntun okkar og náttúruupplifun. Margt bendir til að læsi á náttúru landsins, m.a. ástand jarðvegs og gróðurs sé ekki sem skyldi. „ Að lesa og lækna landið“ er ætlað almenningi og sem kennsluefni sem ætlað er að bæta úr brýnni þörf og auðvelda menntun á þessu sviði. Ritið er 110 bls. og er ríkulega myndskreytt þar sem teflt er saman margvíslegu myndefni og knöppum og auðlesnum texta.
Ritið er gefið út af Landvernd, Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskólanum.  Það verður aðgengilegt á vef Landverndar og Landgræðslu ríkisins en einnig á moldin.net. Þá verður hægt að að nálgast ritið (prentuð eintök) hjá Landvernd og Landgræðslu ríkisins og vel völdum verslunum.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image