Út er komin skýrsla um jarðræktarrannsóknir við LbhÍ á árinu 2016. Höfundur er Þórdís Anna Kristjánsdóttir. Í skýrslunni er yfirlit um veðurfar og ræktunarskilyrði á árinu. Sagt er frá niðurstöðum úr tilraunum með áburð, grasyrki, smára og korn auk kynbótaverkefna með sömu tegundir. Þá er gerð grein fyrir ylræktartilraunum með matjurtir og ber, og sagt frá verkefnum með tré, runna og skjólbelti. Hægt er að nálgast ritið hér.