Nýtt rit LbhÍ: Áhrif ljósstyrks á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsajarðarberja að vetri

Skýrslan Áhrif ljósstyrks á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsajarðarberja að vetri – önnur tilraun er komin út. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og jarðarberjabændur. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. Fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á jarðarberjum eru ekki til staðar og þarfnast frekari þróunar. Markmiðin voru að prófa, hvort vetrarræktun gróðurhúsajarðarberja er möguleg á Íslandi og hvort ljósstyrkur hefði áhrif á vöxt, uppskeru og gæði mismunandi jarðarberja yrka og hvort það væri hagkvæmt.

Gerðar voru tvær tilraunir með jarðarberjum (Fragaria x ananassa cv. Sonata og cv. Sonata), sú fyrri (A) frá miðjum september til loka nóvember 2015 og sú síðari (B) frá janúar lokum til loka maí 2016, í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Jarðarber voru ræktuð í 5 l pottum í sex endurtekningum með 12 plöntum/m2 undir topplýsingu frá háþrýsti-natríumlömpum (HPS) með tvenns konar ljósstyrk (150 W/m2 og 100 W/m2) að hámarki í 18 klst. Daghiti var 16 °C og næturhiti 8 °C, CO2 800 ppm. Jarðarberin fengu næringu með dropavökvun. Í hluta A og hluta B voru áhrif ljósstyrks prófuð og framlegð reiknuð út.

Það tók 1-2 daga frá blómgun til frjóvgunar. Ávextir voru þroskaðir á 41 degi með hærri ljósstyrk og á 43 dögum með minni ljósstyrk í hluta A. Í hluta B voru Elsanta þroskaðir á 42 dögum og Sonata á 46 dögum með 150 W/m2 og Elsanta á 44 dögum og Sonata á 46 dögum með 100 W/m2. Það virðist vera að meira ljós (150 W/m2) gefi fleiri blóm. Í upphafi uppskerutímabils byrjaði meðferð með hærri ljósstyrk að gefa þroskuð ber nokkrum dögum fyrr borið saman við 100 W/m2. Að auki þroskaðist Elsanta snemma, en þegar plantað var, var Elsanta með þróaðari plöntu en Sonata.

Hærri ljósstyrkur hefur jákvæð áhrif á markaðshæfa uppskeru, uppskeran var 18-31 % meiri með Elsanta í hluta A og 9-19 % meiri með Elsanta í hluta B og 12-16 % meiri með Sonata í hluta B. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við 150 W/m2 var meiri fjöldi jarðarberja. Mismunur milli ljósstyrkja myndaðist í upphafi uppskeru tímabilsins og var lækkaður á síðara uppskerutímabilinu. Þannig fengust 330-380 g/plöntu markaðshæfrar uppskeru með Elsanta við 150 W/m2 en 250-320 g/plöntu við 100 W/m2 í hluta A. En í hluta B fengust 700-740 g/plöntu með Elsanta og 750-830 g/plöntu með Sonata við 150 W/m2 og 590-680 g/plöntu með Elsanta og 650-740 g/plöntu með Sonata við 100 W/m2. Munurinn var oftast ekki tölfræðilega marktækur hvorki milli ljósstyrkja né milli yrkja. Hins vegar var uppskera af Sonata um 10 % hærri samanborið við Elsanta. Hlutfall uppskerunnar sem hægt var að selja var 88-92 % í hluta A og 87-95% í hluta B. Það virðist að ómarkaðshæf uppskera hafi minnkað við hærri ljósstyrk. Hærra hlutfall illa lagaðra jarðarberja var í Elsanta samanborið við Sonata.

Svo virðist sem að sykurinnihald sé örlítið hærra við 150 W/m2 í hluta A en ekki í hluta B. Hins vegar fannst þessi munur ekki í bragðprófun á sætu í jarðarberjum. Smökkun gaf í skyn hærri einkunn í Sonata fyrir sætu, bragð og safa samanborið við Elsanta.

Í klefa með 150 W/m2 mældist hærri lofthiti, hærri laufhiti og hærri jarðvegshiti samanborið við klefa með 100 W/m2. Það getur líka haft jákvæð áhrif á uppskeruna og vöxt plantna en neikvæð áhrif á dreifingu sveppasýkina. Til dæmis virðist tilhneiging til aukins fjölda laufa við 150 W/m2, þótt fjöldi hlaupara væri sambærilegur við mismunandi ljósstyrk. Plöntur sem fengu meira ljós virðast stressaðari samanborið við plöntur undir minni ljósstyrk. Þetta gæti hafa leitt til hærra hlutfalls af plöntum með myglu (phytophthora). Þar að auki varð sveppasýkingar (mjöldögg) fyrr vart við hærri ljósstyrk auk þess sem magn af mjöldögg var meira við 150 W/m2 samanborið við 100 W/m2. Þess vegna fylgir hærri ljósstyrk verra ástand plantnanna.

Þegar hærri ljósstyrkur var notaður, þá jókst uppskera með Elsanta um 0,7 kg/m2 (1 % hækkun í ljósstyrk jók uppskeru um 0,2-0,6 %) og framlegð um 800 ISK/m2 í hluta A og 900 ISK/m2 í hluta B. Við Sonata jókst uppskera við 150 W/m2 um 1,1 kg/m2 (1 % hækkun í ljósstyrk jók uppskeru um 0,2-0,3 %) og framlegð um 1.600 ISK/m2 í hluta B. Hærri rafmagnsgjaldskrá breytir framlegð næstum ekkert. Það skiptir ekki máli hvort gróðurhús er staðsett í þéttbýli eða dreifbýli, framlegð er svipuð.

Möguleikar til að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að nota hærri ljósstyrk og Sonata til að auka uppskeru og framlegð jarðarberja. En hins vegar út frá útlit plöntunar er mælt með lægri ljósstyrk.

Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni. Skýrslan er nr. 72 í ritröðinni Rit LbhÍ.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image