Nú er 27. árgangur alþjóðlega vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences (IAS) kominn út . Í heftinu er að finna níu greinar eftir valinkunna innlenda og erlenda fræðimenn sem fjalla um hin fjölbreytilegustu efni, auk ritstjórnargreinar. IAS er í opnum aðgangi (open access) og kemur út einu sinni á ári og er einungis með ritrýndar vísindagreinar á ensku.
Greinarnar í þessu hefti eru:
- yfirlitsgrein um ónæmisviðbrögð í þorski, en slík grunnþekking er afar mikilvæg ef takast á að þróa arðbært þorskeldi hérlendis.
- rannsókn á kuldaaðlögun vetrarhveitis,
- mat á frumframleiðni íslensks graslendis með fjarkönnun,
- rannsókn á listeríusýkingu í hrossum,
- mælingar á eðlis- og efnaeiginleikum uppfoks og rykmengunar á Íslandi,
- erfðafræðileg greining á sögu og stofngerð íslenska hestsins,
- jarðvegsrannsóknir á afdrifum áborins fosfórs í túnum hérlendis,
- frjókornarannsóknir til að skýra gróðurfarssögu birkis og blöndun þess við fjalldrapa frá Ísaldarlokum hérlendis og að lokum
- rannsókn á rótarvexti íslenska birkisins.
Ritstjórn IAS vill vekja athygli ykkar á ritinu og hvetur starfsfólk útgáfustofnana og aðra fræðimenn og konur til að kynna sér þessar nýju greinar. Heftið í ár eru samtals 125 blaðsíður. Allar greinarnar sem þar birtast eru einnig aðgengilegar á heimasíðu ritsins, www.ias.is.
Ritið er fáanlegt hjá Margréti Jónsdóttur á Keldnaholti (