Út er komið Nytjaplöntur á Íslandi 2019 sem Rit LbhÍ nr. 112.
Nytjaplöntur á Íslandi hafa komið út árlega frá 2001. Á nytjaplöntulistanum 2019 hefur verið bætt við talsvert af nýjum yrkjum frá fyrri lista eða; 5 í vallarfoxgrasi, 6 í hávingli, 4 í axhnoðapunti, 4 í rauðsmára, 1 í byggi til þroska, 6 í fóðurrepju og þrjú gömul yrki í fóðurnæpu sem getur þó verið erfitt að nálgast þar sem þau eru ekki lengur á almenna sáðvörulista Evrópusambandsins. Þá hefur bæst við ný fjölær grastegund á lista sem er tágavingull með 3 yrki.
Ritið má nálgast á síðu skólans undir > Rannsóknir > Nytjaplöntur á Íslandi eða undir > Rannsóknir > Rit LbhÍ