Strandlengja í Breiðafirði. Mynd Svarmi.is

Nýting dróna við skipulag og þróun strandsvæða

Alþjóðlega samstarfsverkefnið COAST Sustainable Resilient Coasts [ Ísl. Sjálfbær strandsvæði ] sem leitt er af Landbúnaðarháskólanum hefur farið vel af stað. Verkefnið hófst í mars síðastliðnum og vinnur með framtíðaráskoranir á strandsvæðum á norðurslóðum.

Drónar notaðir við skipulag og þróun strandsvæða

Verkefnið hefur nýverið gefið út skýrslu um nýtingu dróna við skipulag og þróun strandsvæða. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda á viðkvæmum strandsvæðum er mikil áskorun og samþætt stjórnun strandsvæða leitast við að takast á við þær áskoranir og finna jafnvægi á milli þeirra mörgu og stundum misvísandi markmiða sem felast í mismunandi nýtingu.

Markmið COAST verkefnisins er að þróa aðferðir og verkfæri til að aðstoða stjórnendur sveitarfélaga og aðra hagaðila til að taka upplýstar ákvarðanir við mótun framtíðarskipulags strandsvæða. Nýting drónatækni sem hefur þróast hratt á undanförnum árum er dæmi um verkfæri sem býður upp á spennandi möguleika.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér. 

COAST verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætluninni og er samstarf sérfræðinga frá Íslandi, Írlandi, Norður-Írlandi og Finnlandi. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image