Forseti Íslands og Ágústa Erlingsdóttir brautarstjóri Skrúðgarðyrkjubraut LbhÍ ásamt Helle Laks og Jóhanni Böðvari Skúlasyni nýsveinum.
Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur hélt nýsveinahátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru nýsveinar heiðraðir sem þykja hafa staðið sig framúrskarandi vel á sveinsprófi.
Alls fengu 22 iðnnemar viðurkenningu að þessu sinni og þar af tveir nýsveinar í skrúðgarðyrkju þau Jóhann Böðvar Skúlason og Helle Laks. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur hefur staðið að þessari hátíð árlega frá 2007 og er þetta í þriðja sinn sem nýsveinar í skrúðgarðyrkju fá viðurkenningu á hátíðinni og í fyrsta sinn sem kona hlýtur viðurkenningu af þessu tagi í skrúðgarðyrkju. Forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og afhenti verðlaunahöfum viðurkenningarnar.
Við óskum þeim innilega til hamingju.
Skrúðgarðyrkju er hægt að læra á skrúðgarðyrkjubraut LbhÍ á Reykjum í Ölfusi og má finna nánari upplýsingar hér
Ljósmyndir Jón Svavarsson
imfr.is