Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur tilnefnt fimm verkefni til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands árið 2013. Eitt þeirra er frá Landbúnaðarháskóla íslands, verkefnið Ströndin og skógurinn: Útivistarnotkun og sóknarfæri, sem unnið var af, Sindra Birgissyni meistaranema í skipulagsfræði. Verkefnastjóri og aðalleiðbeinandi var Helena Guttormsdóttir lektor LbhÍ Meðleiðbeinendur voru Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins og Íris Reynisdóttir landslagsarkitekt og garðyrkjustjóri Akranesskaupstaðar.
Verðlaunin verða afhent að Bessastöðum í lok febrúar.