Frumkvöðla- og fyrirtækjamót á Vesturlandi

Hefur þú áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi en veist ekki hvar þú átt að byrja?

Mættu á frumkvöðla- og fyrirtækjamótið „Nýsköpun í vestri“ sem fram fer föstudaginn 29. september kl. 10-18 í Hjálmakletti í Borgarnesi og taktu þátt í að fræðast um nýsköpun og frumkvöðlastarf, móta nýjar hugmyndir og kynnast nýju fólki. Nýsköpun í vestri er stefnumót nýrra og reyndra frumkvöðla og rótgróinna fyrirtækja, auk allra þeirra sem hafa áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

Dagskráin er blanda af fræðslu, vinnustofum, reynslusögum og tengslamyndun. Hluti af dagskránni er úthlutun atvinnu- og nýsköpunarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla við styrkhafa. Nýsköpunarrýmið Kvikan verður heimsótt og dagurinn endar með léttum veitingum og stefnumóti.

Markmið frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

Öll velkomin og þátttaka er ókeypis. Skráning er nauðsynleg til að áætla veitingar og minnka matarsóun.

Nánari upplýsingar má einnig finna á Facebook.

Nýsköpun í vestri er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands.

Frétt á Gleipni 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image