Birna hefur verið ráðin sem nýr verkefnastjóri Reiðmannsins

Birna hefur verið ráðin sem nýr verkefnastjóri Reiðmannsins

Nýr verkefnastjóri Reiðmannsins

Birna Tryggvadóttir Thorlacius hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra Reiðmannsins hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Birna er með reiðkennara- og þjálfaramenntun frá Háskólanum á Hólum og BSc gráðu í Búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur starfað sem reiðkennari bæði innan- og utanlands og starfað hjá hestamannafélögum víðsvegar um landið. Birna hefur komið víða að félagsmálum hestamanna og verið í ýmsum nefndum þeim tengdum. Til að mynda stjórn LH, fagráði í hrossarækt ofl.
 
Birna hefur mikla og víðtæka reynslu á sviðum hestamennskunnar og starfað innan greinarinnar til fjölda ára. Auk þess að hafa mikla reynslu af bæði keppni og sýningum, hefur hún ræktað hross í fremstu röð kennd við Garðshorn á Þelamörk. Það bú er margverðlaunað fyrir góðan árangur og var til að mynda keppnishestabú ársins 2024.
 
Starfið leggst vel í mig. Ég mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem snúa að öllu utanumhaldi og þróun náms í hestamennsku. Það er gaman að fá tækifæri til að taka þátt í áframhaldandi þróun sem átt hefur sér stað í náminu á undanförnum árum. Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem starfið býður upp á og kynnast öllu því frábæra fólki sem hér starfar.
 
Við bjóðum Birnu hjartanlega velkomna til starfa!
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image