Nýr umsjónarmaður hveititilrauna við Landbúnaðarháskóla Íslands

Egill Gunnarsson mun hafa umsjón með hveititilraunum hjá Landbúnaðarháskólanum

Nýr umsjónarmaður hveititilrauna

Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu. Egill er búfræðingur og með BS próf í búvísindum frá LbhÍ. Egill starfaði sem bústjóri Hvanneyrarbúsins frá árinu 2015 til 2025. Egill mun hafa umsjón með hveititilraunum sem er hluti af kynbótaverkefninu Völu og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. Starfið felst m.a. í því að leggja út tilraunir á kynbótaefnivið í tveggja þrepa kynbótaverkefni og bera ábyrgð á svipgerðargreiningum. Egillf störf í apríl og með starfsstöð á Hvanneyri. 

„Kornræktarrannsóknir eru á miklu flugi þessi misserin, mikill áhugi er á kornrækt meðal bænda, almennings og stjórnvalda. Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í að renna styrkari stoðum undir þessa grein landbúnaðarins og vonandi leggja mitt af mörkum við eflingu kornræktar í landinu og styðja þannig við verðmætasköpun, bættari landnýtingu og aukið fæðuöryggi„ segir Egill um starfið.

Við bjóðum Egil innilega velkomin til starfa!

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image