Nýr starfsmaður á rekstrarsviði og umsjónarmaður útisvæða á Hvanneyri

Margrét Helga í gróðurhúsinu á Hvanneyri við undirbúning sumarsins

Nýr starfsmaður á rekstrarsviði og umsjónarmaður útisvæða á Hvanneyri

Margrét Helga Guðmundsdóttir hefur nú í vetur tímabundið sinnt grænu bókhaldi á rekstrarsviði. Margrét Helga er með BS próf í landslagsarkitektúr frá LbhÍ og hefur áður starfað við útistörf hjá skólanum á Hvanneyri. Þá hefur hún starfað sem verkefnastjóri á skipulagssviði Borgarbyggðar sem lögreglumaður víða um land sem og við aðhlynningu ásamt því að vera lærður heilsunuddari. Margrét Helga hóf störf nú í byrjun apríl sem umsjónarmaður útisvæða á Hvanneyri og mun leiða þá vinnu í sumar.

Ég er mjög spennt fyrir starfinu sem spannar fjölbreytt verkefni við viðhaldi, þróun og skipulag á útisvæðum hjá LBHÍ.  Ég hef alltaf haf mikinn áhuga á náttúrunni, garðyrkju og hönnun svo þetta starf sameinar þau áhugamál.  Núna er bara krossa fingur og vona að veðrið verði með okkur í liði í sumar!

Við bjóðum Margréti Helgu innilega velkomna til starfa!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image