Víðáttu miklar framræslur á landbúnaðarsvæði á Suðurland. Mynd Kortavefsjá LbhÍ

Nýr skurðauppdráttur

Innann LbhÍ hefur verið unnið að nýju skurðakorti. Eldri uppdráttur er til frá árinu 2009. Ástæða kortlagningarinnar er þörf fyrir mat á umfangi framræstra svæða í skilum til Loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Framræst land er sú landgerð sem losar langmest af gróðurhúsalofttegundum og því er afar mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um flatarmál framræstra svæða.

Skurðakortin ásamt ýmsum öðrum landfræðilegum gögnum hafa verið nýtt til að áætla hversu stórt framræsta landið er. Tímabært var orðið að uppfæra eldra skurðakort. Bæði hafa loft- og gervihnattamyndir orðið mun betri svo auðveldara að greina skurðina á myndunum og eins hefur skurðakerfið breyst á þessum tíma. Hægt er að skoða kortið á vefsjá skólans lbhi.is Kortavefsjá og hlaða því niður af vef Landmælinga Íslands Skurðakort

Nýr og nákvæmari skurðauppdráttur mun gagnast til að finna heppileg svæði til endurheimtar. Víða má finna framræst land sem eru lítið sem ekkert nýtt. Mynd Kortavefsjá LbhÍ.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image