Daniele Stefano og Hermann Georg Gunnlaugsson hófu störf nú í sumar við deild Skipulags og Hönnunar. Starfsmannahópurinn hittist í lok júlí og fundaði og fór yfir verkefni framundan. Þá hefur Samaneh Nickayin, deildarforseti Skipulags- og hönnunar og námsbrautarstjóri í landslagsarkitektúr hefur þegið stöðu lektors við Wageningen háskólann.
Daniele Stefano hefur verið ráðinn í stöðu lektors í landslagsarkitektúr við deild Skipulags og hönnunar. Daniele er með doktorsgráðu frá Sapienza University í Róm og hefur sinnt kennslu og rannsóknum við sama háskóla frá 2017. Daniele er með aðsetur á Hvanneyri. Staða aðjúnkts og brautarstjóra í landslagsarkitektúr.
Hermann Georg Gunnlaugsson hefur tímabundið verið ráðinn í 40% stöðu aðjúnkts og brautarstjóra í landslagsarkitektúr. Hermann er með meistaragráðu í skipulagsfræði frá LbhÍ auk meistaranáms í landslagsarkitektúr/landslagshönnun frá Weihenstephan-Triesdorf University of Applied Sciences. Hermann hefur rekið eigin teiknistofu um árabil en jafnframt sinnt kennslu við LbhÍ í landslagsarkitektúr.
Við þökkum Samaneh fyrir góð störf og bjóðum Stefano og Hermann innilega velkomna.