Astrid Lelarge nýr aðjúnkt við skólann

Nýr aðjúnkt við deild Skipulags & hönnunar

Astrid Lelarge hefur verið ráðin í 75% stöðu aðjúnkts við LbhÍ.  Astrid mun sinna 50% stöðu við deild Skipulags og hönnunar og 25% stöðu á kennsluskrifstofu þar sem hún mun sinna umsjón með framhaldsnámi LbhÍ. --english below--

Astrid er með PhD gráðu frá Université Libre í Brussel og meistaragráðu frá sama skóla. Astrid hefur síðastliðin ár unnið sjálfstætt að rannsóknum og komið að fjölbreyttum verkefnum. Hún hefur meðal annars stýrt rannsóknum fyrir International Centre for City, Architecture and Landscape in Brussels. Doktorsverkefni Astrid fjallaði um útbreiðslu hringleiða í Brussel, Genf og Reykjavík milli 1781 og 1935. (e.The spread of ring roads projects in Brussels, Geneva and Reykjavík between 1781 and 1935). Hún vann að ýmsum rannsóknarverkefnum fyrir Minjastofnun, Skipulagsstofnun og Rannís ásamt því að hafa komið að kennslu í skipulagsfræðum hjá Sigríði Kristjánsdóttur brautarstjóra í Skipulagsfræði og forseta deildar Skipulags og hönnunar við LbhÍ.

Astrid Lelarge er sagnfræðingur sem hefur sérhæft sig í borgarhönnun. Rannsóknir hennar beinast helst að þéttbýlisformum, fræðikenningum og starfsháttum í skipulagi og stefnumótun. Astrid vinnur nú að hagnýtri rannsókn á almenningsrýmum sem kallast MAPS - Þverfagleg mat á almenningsrýmum (e.multidisciplinary assessment of a public space). Þar fléttast saman aðferðafræði félagsfræða, arkitektúrs og skipulags sem tekur mið af umhverfis- og samfélagsþáttum. Markmið verkefnisins er að útbúa verkfæri sem hægt er að nýta í borgarskipulagi. Astrid hóf þetta verkefni á stofu sinni Alternance Architecture & Urban Design sem sameinaðist evrópska teymi Human Cities-SMOTIES. Verkefnið var styrkt af Creative Europe program sem styrkir verkefni til að bæta almenningsrými sem eru úr alfaraleið. Deild Skipulags og Hönnunar Landbúnaðarháskólans hefur nú einnig gengið til liðs við verkefnið.

Við bjóðum Astrid innilega velkomna til starfa.

---

Astrid Lelarge has joined our team as adjunct lecturer in a 75% position.Her time will be 50% for the faculty of Planning and Design and 25% for the office of Academic Affairs where she manages postgraduate studies.

Astrid Lelarge is an historian specialised in urban planning. Her research focuses on urban forms, theories and practices, public planning projects and policies, and cultural transfer. She’s currently conducting an applied research on public space called MAPS- multidisciplinary assessment of a public space. It's a methodology combining social sciences, architecture and planning that considers the environmental and social aspects of public space. The objective is to create a practical tool to be implemented in urban planning.She started this research with her office, Alternance Architecture & Urban Design, that joined the European team of Human Cities-SMOTIES. Granted by the Creative Europe program in 2020, the SMOTIES project deals with the improvement of public spaces in remote places.The department of Planning and Design at the Agricultural University of Iceland has joined the project. Astrid is born in Brussels. She studied at the Free University of Brussels, where she graduated with Master in Modern History (1999). After her studies, she worked for the International Centre for City, Architecture and Landscape in Brussels as the Head of Research (CIVA) from 2000 to 2008. As such, she led research in the fields of urban planning and architecture history. They led to scientific publications and to exhibitions and publications for the general public. She did her doctoral thesis in joint supervision with the University of Iceland and the Free University of Brussels, between 2009 and 2016. The thesis concerned “The spread of ring roads projects in Brussels, Geneva and Reykjavík between 1781 and 1935".  After she obtained her Ph.D degree in History, she worked as an independent researcher and conducted several researches granted by the Cultural Heritage Agency of Iceland (Minjastofnun)– that published the Ph.D thesis, the Icelandic National Planning Agency (Skipulagsstofnun) and the Icelandic Research Fund (Rannis). She has also taught urban history in the history department at the University of Iceland; and planning theory with Sigriður Kristjánsdóttir in the planning and design department of Planning at the Agricultural University of Iceland. We welcome Astrid to the team.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image