Nýnemar á garðyrkjubrautum LbhÍ mættu á kynningardaga vikunni. Nemendur eru teknir inn á garðyrkjubrautir annað hvert ár og mun þessi hópur því vera saman í námi næstu tvö árin. Sum námskeið er betra og jafnvel nauðsynlegt að kenna á sumrin og því hafa nemendurnir þegar setið sínar fyrstu kennslustundir í skólanum.
Á Reykjum í Ölfusi voru nemendur boðnir velkomnir í skólann og þeim kynntar og sýndar námsaðstæður á Reykjum þar sem þeir munu stunda nám sitt. Einnig fengum þau kynningu á námsskipulagi garðyrkjubrauta og þá fengu þau tilsögn og aðstoð í plöntugreiningu og söfnun jurta úr íslensku flórunni fyrir gerð plöntusafns.
Nemendur voru einnig boðaðir í Grasagarðinn í Reykjavík þar sem Hjörtur Þorbjörnsson tók á móti þeim og kynnti starfsemina sem þar fer fram.
Nemendur leystu svo verkefni í garðinum, tengt plöntuþekkingu og skráningu á íslenskum og latneskum tegunda- og ættarheitum plantna.
Veðrið lék við nemendur og starfsfólk allan tímann. Sjá má fleiri myndir á Facebook síðu LbhÍ