Nýnemadagur 2018 Hvanneyri

Mánudaginn 20. ágúst verður móttaka nýnema í Búfræði, BS og MS námi í LbhÍ. Móttakan er í Ásgarði á Hvanneyri.
Dagskrá hefst stundvíslega kl 9 í Ársal sem er á 3. hæð í Ásgsarði. Kynning frá rektor, sviðsstjóra, kennslustjóra, alþjóðafulltrúa, kynningarstjóra og brautarstjórum. Farið verður yfir þá þjónustu sem er í boði eins og tölvumál, bókasafn og mötuneyti og kynnt. Einnig verður kynning á jafnréttismálum. Nemendur hitta svo sína brautarstjóra.

Í hádeginu verður boðið uppá myndatöku fyrir skólaskírteini og nemendabókhald. Eftir hádegið kynnir nemendafélagið starfsemi sína. Brautarfundur fyrir allar brautir og nýnemakönnun lögð fyrir. Skoðunarferð um Hvanneyrarstað verður svo í lokin.

Skyldumæting er fyrir alla nýnema í BS og MS námi fyrstu 3 daga skólaársins, 20.- 22. ágúst.

Hér er einnig að finna hagnýtar upplýsingar fyrir nýnema

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image