Nýnemar hófu haustönn sína á mánudag og fengu upplýsingar um helstu atriði og fengu að kynnast skólanum og aðstöðu hans hér á Hvanneyri. Dagurinn tókst vel til og er afar ánægjulegt að hitta nýja nema og sjá eldri nema koma aftur.
Stór hópur skiptinema hóf einnig nám nú á haustönn og tók alþjóðafulltrúi vel á móti þeim
Nemendafélag LbhÍ stóð fyrir nýnemaratleik
Námið er komið á fullt skrið þessa vikuna ásamt því að nemendafélagið hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum og samhristingi eins og fótbolta og nýnemaratleik.
Nemar taka þátt í ýmsum leikjum til að hrista saman hópinn
Við bjóðum nýja nemendur innilega velkomna og hlökkum til samstarfsins í vetur.
Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.