Nýnemadagar haust 2025

Nýnemadagar 2025 verða mánudaginn 18. ágúst & þriðjudaginn 19. ágúst og fara fram í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Dagskrá hefst stundvíslega klukkan 09:00 á mánudaginn. Þeir sem eru að hefja nám í búfræði, BS nám, MS í Skipulagsfræðum eða Rannsóknarmiðað mastersnám mæta í Ársal á 3. hæð. Hinsvegar mæta nýnemar í EnCHiL & skiptinemar á sama tíma í Borg á 2. hæð. Mikilvægt er að mæta og fá allar upplýsingar um praktísk atriði í upphafi náms, kynnast húsakynnum skólans og hitta starfsfólk og kennara ásamt því að kynnast stoðþjónustu skólans eins og bókasafni, nemendaráðgjöf og alþjóðasviði. Nánari dagskrá og upplýsingar er að finna í Uglu.

Starfsáætlun fyrir '25-'26 má nálgast hér.


Ef einhver vandamál koma upp er hægt að hafa samband við kennsluskrifstofu eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að hringja í síma 433 5000. Að byrja í námi - gott að vita.


Innilega velkomin í LbhÍ!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image