Nýnemadagur garðyrkjudeilda verður í Grasagarðinum í Reykjavík

Nýmemadagur garðyrkjubrauta

Metaðsókn er í garðyrkjudeildir skólans fyrir komandi skólaár. Mest aðsókn er í lífræna ræktun matjurta og rímar það vel við umræðuna í þjóðfélaginu og virkilega ánægjulegt að finna fyrir áhuganum þar. Garðyrkjudeildir skólans eru staðsettar í hjarta garðyrkjumenntunar á Íslandi, á Reykjum í Ölfusi, rétt fyrir ofan Hveragerði. Garðyrkjudeildirnar skiptast í lífræna ræktun matjurta, ylrækt, garð- og skógarplöntuframleiðslu, blómaskreytingar, skrúðgarðyrkju og skógtækni í skóg og náttúrubraut. Nú standa yfir lagfæringar á garðskála skólabyggingarinnar og verður því gaman að taka á móti þessum stóra nemendahóp í haust. Nemendur fá þó forskot á sæluna og hittast á nýmemadegi á morgun 23. júní.

Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri tekur á móti nýnemunum í Grasagarðinum í Reykjavík. Dagskráin hefst kl 9 með móttöku og kynningu á skólanum og áfanganum Íslenska flóran, plöntusöfnun, aðferðir og heimildir. Nemendur munu svo vinna verkefni yfir daginn á staðnum. 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image