Ný tilraunasláttuvél hjá LbhÍ

Image
Image

Landbúnaðarháskólinn hefur fest kaup á tilraunasláttuvél en lengi hefur staðið til að stofnunin fjárfesti í þess háttar vél. Frumkvæði á Áslaug Helgadóttir, prófessor við LbhÍ, með styrk frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Vélin er sérsmíðuð í Þýskalandi fyrir skólann og er af gerðinni Haldrup.

Þessar vélar eru notaðar erlendis af samstarfsstofnunum skólans og er Landbúnaðarháskólinn nú tilbúin til frekara stamstarfs á alþjóðlegum vettvangi. Vélin krefst tveggja stjórnenda, ökumanns og sýnatökumanns. Vélin slær og vigtar uppskeru úr tilraunareitum, tekur sýni og vigtar þau. Hún slær gras og allar gerðir grænfóðurs. Með sláttuvélinni getur LbhÍ annast mikilvægar rannsóknir, t.d. yrkja- og áburðatilraunir sem munu skila upplýsingum um uppskeru og gæði fóðurs beint til bænda. Einnig verður vélin nýtt í vísindalegar tilraunir sem eru grunnþáttur í þróun nýrra yrkja til ræktunar. Þá stendur til að bæta við svokölluðu NIR spectroscopy við tækið sem mun nema hráprótein, þurrefni og vatnsleysanleg kolvetni úr hverjum og einasta reit. Þær upplýsingar skipta ekki minna máli en uppskera þegar kemur að því að meta niðurstöður tilrauna.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image