Landbúnaðarháskóli Íslands mun á næstu árum leggja höfuðáherslu á að efla rannsóknir og alþjóðastarf og samþætta rannsóknir, nýsköpun og kennslu. Þá mun skólinn þjóna því hlutverki að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum.

Ný stefna skólans til fimm ára

Samþykkt hefur verið ný stefna Landbúnaðarháskóla Íslands til næstu fimm ára og er lögð áhersla á að auka rannsóknir, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf í því skyni að efla kennslu og innviði skólans. Skólinn starfar á þremur stöðum, á Reykjum, Keldnaholti og Hvanneyri og mynda saman eina heild sem Landbúnaðarháskóli Íslands. Hugmyndin að nemendur skólans hafi möguleika á að nýta sér aukna breidd í námsframboði og að innviðir hans verði skyrktir til rannsókna, nýsköpunar og kennslu.

Starfsemi Landbúnaðarháskólans snertir öll 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu Þjóðanna og sáttmáli ríkisstjórnarinnar liggur stefnunni til grundvallar. Skólinn gegnir lykilhlutverki í þeim þáttum samfélagsins sem snúa að sjálfbærni, þróun landbúnaðar og nýtingu náttúruauðlinda auk skipulags, umhverfis- og lofslagsmála sem og samfélagsins og efnahagslífsins. Hlutverk skólans er víðfemt og snertir grundvallarskilyrði lífs okkar. Fæðuöryggi, aðgengi að heilnæmu andrúmslofti, hreinu vatni og orku, sem aftur eru þættir sem byggja á fjölbreytileika vistkerfa og jafnvægi þeirra í náttúrunni. Vitundarvakning hefur orðið á mikilvægi þessara sviða og hefur skólinn þar stóru hlutverki að gegna þegar kemur að rannsóknum og fræðslu. Síaukin einkaneysla og framleiðsla þar sem mengun safnast upp í náttúruni eru farin að valda sýnilega neikvæðum breytingum víða um veröld. Það er því kallað eftir nýju skipulagi og nýjum hugmyndum er varða umgengni við auðlindir, landnýtingu og þróun byggða jafnt í þéttbýli sem dreifbýli.

Landbúnaðarháskóli Íslands mun á næstu árum leggja höfuðáherslu á að efla rannsóknir og alþjóðastarf og samþætta rannsóknir, nýsköpun og kennslu. Þá mun skólinn þjóna því hlutverki að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum.

Stefnuna í heild sinni má finna hér 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image