Að venju eru námskeið Endurmenntunar LbhÍ fjölbreytt og áhugaverð. Í ár hefur Endurmenntun fengið til liðs við sig frábæra kennara sem allir eru sérfræðingar í sínu starfi. Námskeiðin verða haldin um víða um land og miðast að því að þau henti fólki í fullri vinnu. Í boðið eru stutt eða löng námskeið en einnig er hægt að óska eftir sérsniðnum námskeiðum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Meðal þess sem í boði er næstu vikurnar er námskeið um málmsuðu, ostagerð, trjáfellingar og grisjun og Mengun, uppspretta og áhrif.
Sveppir og sveppatínsla hefur verið vinsæl síðustu misseri og var eitt námskeið í boði á vegum Endurmenntunar sem fram fór í Reykjavík. Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur við LbhÍ, kenndi þar þátttakendum um val á sveppum og þá með sérstaka áherslu á sveppi til átu. Bjarni Diðrik gaf nýlega út bók, Sveppahandbókina, sem hefur verið á með mest seldu bókum síðan hún kom út. Líkur eru á að fleiri sveppatínslunámskeið verði í boði, sé áhugi fyrir hendi.
Reiðmenn sem luku námskeiði vorið 2015
Vinsælasta námskeiðið á vegum Endurmenntunar LbhÍ er Reiðmaðurinn sem hefur verið kennt víða um land. Alls hafa um 300 manns lokið námskeiðinu frá upphafi. Námið er byggt á hugmyndafræði Reynis Aðalsteinssonar, tamningarmeistara, sem auk þess skrifaði mikið af því fræðilega efni sem kennslan byggir nú á. Markmiðið með náminu er að hinn almenni hestamaður fái tækifæri til þess að bæta sig sem hestamann og öðlast þannig dýpri skilning á viðfangsefninu og fyrir vikið meiri ánægju af þessu skemmtilega áhugamáli. Á ár verður boðið upp á námskeiðið á Akureyri, Flúðum og Mosfellsbæ, Selfossi og í Kópavogi.
Á Málmsuðunámskeiði kennir Haukur Þórðarson, kennari við búfræðibraut LbhÍ, grunnatriði pinnasuðu, Mig/Mag-suðu og plasmaskurðar. Þetta er í fyrsta sinn málmsuðunámskeið er í boði hjá Endurmenntun LbhÍ og hentar þá hvor tveggja byrjendum sem og lengra komnum.
Námskeiðið, Samræður, samráð og átakastjórnun í umhverfis- og auðlindamálum (Dialogue, collaboration and conflict) er ætlað að veita þátttakendum grunnþekkingu og færni í að höndla mannleg samskipti í tengslum við umhverfismál og auðlindanýtingu, hvort sem þau snúast um að vekja áhuga, auka skilning og samráð eða taka á ágreiningsmálum. Námskeiðið hentar öllum starfsmönnum stofnana, sveitafélaga, félagasamtaka og fyrirtækja sem í starfi sínu þurfa að hafa samskipti við fólk í tengslum við umhverfis- og auðlindamál. Svipað námskeið hefur verið haldið fyrir starfsmenn umhverfisstofnana í Svíþjóð við góðar undirtektir. Kennslan fer fram á ensku.
Námskeið Björgvins Eggertssonar, skógfræðings hjá LbhÍ, Trjáfellingar og grisjun með keðjusög, er sívinsælt og hefur það verið haldið víða um land. Í lok október verður það haldið í Hallormsstaðaskógi. Námskeiðið er öllum opið, hvort sem þátttakandi hafi aldrei snert keðjusög eða er vanur og vilji bæta fellingartækni sína.
Námskeiðið Mengun-uppsprettur og áhrif er hvor tveggja kennt í staðarnámi og fjarnámi við LbhÍ. Fyrir það fást sex háskólaeiningar fyrir það. Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs, samspil líffræðilegs umhverfis og mengunar og einnig verður fjallað um um gildandi lög og reglugerðir sem varða varnir gegn vatnsmengun.
Annað vinsælt námskeið er ostagerðanámskeiðið sem Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkefræðingur, kennir á Hvolsvelli. Þórarinn verður með sýnikennslu og gerir verklegar tilraunir með einfalda framleiðslu. Innifalið í verði er Ostagerðabókin.
Í nóvember verður svo aftur í boði réttindanám fyrir verðandi meindýraeyða, garðaúðara og sölumenn eiturefna. Námið verður kennt hjá LbhÍ á Keldnaholtinu en jafnframt geta nemendur tekið námið í fjarnámi, að hluta eða öllu leiti. Námið byggir upp á faglegum fyrirlestrum sem snúa m.a. að lífsferlum dýra, dýravelferð, plöntufræði, efnafræði, vinnuvernd og meðferð eiturefna svo fátt eitt sé nefnt. Að námskeiðinu koma fyrirlesarar frá öllum helstu stofnunum landsins sem hafa með málaflokkinn að gera. Námskeiðið ber heitið Námskeið um notkun varnaefna og skiptist í þrjá hluta: fyrir verðandi meindýraeyða, verðandi garðaúðara og svo sölumenn eiturefna. Námskeiðið verður nánar auglýst síðar.
Námstyrkur eru í boði hjá velflestum starfsmenntasjóðum og um að gera nýta þá eins vel og hægt.
Skráning er á einum stað, á heimasíðu Endurmenntunar, Endurmenntun LBHÍ.