Rannsóknirnar renna styrkari stoðum undir mikilvægi þess að varðveita þann erfðafjölbreytileika sem til staðar er í íslenska hrossastofninum.

Ný grein um uppruna og sögu hrossaræktar

Tveir vísindamenn frá Landbúnaðarháskóla Íslands, þau Dr Jón Hallsteinn Hallsson og Albína Hulda Pálsdóttir, voru hluti af alþjóðlegu teymi vísindafólks frá 85 stofnunum sem nýverið birti grein í hinu virta tímaritinu Cell um uppruna og sögu hrossaræktar. Dr. Ludovic Orlando, prófessor við CNRS/Université Paul Sabatier í Toulouse í Frakklandi, leiddi verkefnið en hann hefur lengi rannsakað erfðafræði hrossa og hvenær maðurinn hóf fyrst að temja hross með skipulögðum hætti.

Í greininni eru greind 278 erfðamengi, þau elstu 42 þúsund ára. Á meðal helstu niðurstaðna var að á 7.-9. öld urðu miklar breytingar á erfðasamsetningu hrossastofna í Evrópu og einu hrossin sem varðveita þann erfðafjölbreytileika sem þá tapaðist eru á Bretlandseyjum og Íslandi. Rannsóknirnar renna því enn styrkari stoðum undir mikilvægi þess að varðveita þann erfðafjölbreytileika sem til staðar er í íslenska hrossastofninum.

Í Evrópu tóku yfir persnesk hross og rekja má flest nútímahrossakynja til þeirra hrossa sem þaðan bárust til Evrópu á 7.-9. öld. Erfðafjölbreytileiki hrossa hefur almennt farið minnkandi undanfarin 4000 ár og þá sérstaklega á Y litningi, hraði þessara tók svo stökk þegar skipulögð ræktun hrossa hófst fyrir alvöru fyrir um 200 árum.

Rannsóknirnar voru fjármagnaðar með styrkjum frá European Research Council (ERC PEGASUS 601685), IDEX (OURASI), Velux Foundation (miGENEPI) og úr rannsóknasjóði Rannís styrkur 162783-051.

Greinina má lesa í opnum aðgangi hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image