Hver eru afdrif Niturs og kolefna í jarðvegsferlum

Ný grein um rannsókir á afdrifum Niturs og kolefna í jarðvegsferlum

Ný grein var að koma út sem fjallar um aðferðir við merkingar og útreikninga þegar 15N og 14C eru notað í rannsóknir og hvaða ályktanir má draga af slíkum rannsóknum í smára og gras rannsóknum. Meðhöfundur að greininni er Þórey Gylfadóttir sérfræðingur við LbhÍ.

Í ræktunarkerfum þar sem lítið er borið á af nitri (N) er það N sem kemur frá belgjurtum mjög mikilvægt til að viðhalda frjósemi jarðvegsins. Merking laufblaða með samsætunum 15N og 14C er algeng aðferð til að rannsaka flæði kolefnis og N frá belgjurtum í jarðveg og nágranna í sverði. Í þessari tilraun var rannsökuð gagnsemi stakra púls lauf merkinga með 15N og 14C á hvít- og rauðsmára annars vegar í hrein rækt og hins vegar í blöndum, til að skoða afdrif N og C í tíma til að meta mikilvæga ferla í jarðvegi (rhizodeposition) og flutning á N milli tegunda.

Á ensku nefnist greinin; Temporal fate of15N and14C leaf-fed to red and white clover in pure stand or mixture with grass – Implications for estimation of legume derived N insoil and companion species. Hægt er að skoða netútgáfu af greininni hér eða hlaða niður pdf útgáfu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image