Ný grein um fjölært rýgresi á norðurslóðum

Nýlega kom út grein í tímaritinu Journal of Agronomy and Crop Science eftir Áslaugu Helgadóttur, fyrrum aðstoðarrektor rannsóknarmála og prófessor í jarðrækt og plöntukynbótum við LbhÍ. Greinin ber heitið Adaptability and phenotypic stability of Lolium perenne L. cultivars of diverse origin grown at the margin of the species distribution.

Úrdráttur úr grein:
Fjölært rýgresi (Lolium perenne L.) þrífst almennt illa norðan sextugustu breiddargráðu vegna skorts á vetrarþoli. Við hlýnandi loftslag gæti ræktun þess orðið álitlegur valkostur til þess að auka framleiðni í landbúnaði og bæta fóðurgæði á norðurslóð. Í nýrri grein birtast niðurstöður úr yrkjatilraunum með rýgresi sem gerðar voru á fimm tilraunastöðum sem teygðu sig frá Íslandi til Eistlands. Eru þær hluti af samnorrænu verkefni, svo kölluðu Public-Private Partnership in Pre-Breeding of Perennial Ryegrass.

Almennt þrifust norðlæg yrki betur en yrki frá suðlægari slóðum. Tvílitna yrki voru vetrarþolnari en ferlitna yrki og stóðu þau sig einkum vel þar sem hitastig var lágt að hausti og vetur úrkomusamir og mildir, eins og raunin var í tilrauninni á Korpu. Einungis örfá yrki stóðu sig vel á öllum tilraunastöðum og það yrki sem að jafnaði var best á öllum stöðum var blanda af tvílitna og ferlitna einstaklingum.

Við kynbætur á rýgresi fyrir norðurhéruðin væri heillavænlegast að víxla yrkjum, sem þróuð hafa verið á þeim slóðum, við yrki af fjarlægari uppruna sem gefa góða uppskeru, eru vetrarþolin og sýna gott sjúkdómsþol á norðurslóð.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image