Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir alþjóðlega samstarfsverkefnið COAST sem styrkt er af Norðurslóðaáætluninni (Northern Periphery and Arctic Programme) NPA. Aðrir þátttakendur eru frá Írlandi, Norður-Írlandi og Finnlandi. Verkefnið er til tveggja ára og hófst formlega 1. mars sl. Markmiðið er að þróa aðferðir til að styðja við þróun strandsvæða á Norðurslóðum. Til stóð að halda upphafsfund verkefnisins í í Cork á Írlandi en vegna Covid-19 var þeim fundi breytt í fjarfund. Samstarfshópurinn hefur hist reglulega á fjarfundum síðan og er verkefnið komið vel af stað. Ráðinn hefur verið starfsmaður í íslenskra hluta verkefnisins sem verður jafnframt fyrsti doktorsneminn í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hér að neðan er stutt kynningarmyndband um verkefnið.
Nánari upplýsingar má finna hér
Sjá myndband hér