Norrænt doktors- og meistaranámskeið um mælingar á losun og upptöku gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi. Mynd Bjarni Diðrik Sigurðsson.

Brynhildur Bjarnadóttir frá Háskólanum á Akureyri að kenna mælingar CO2 og metanlosun frá framræsluskurðum með nemendum frá Frakklandi, Íran og Finnlandi. Mynd Bjarni Diðrik Sigurðsson

Norrænt doktors- og meistaranámskeið um mælingar á losun og upptöku gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi

Í vikunni fór fram norrænt meistara- og doktorsnemanámskeið á Hvanneyri og rannsóknasvæði ReWet verkefnisins í Leirársveit. Á námskeiðinu var kennt hvernig mælingar á losun og upptöku gróðurhúsalofttegunda í náttúrulegum og óröskuðum mýrum og framræstu landi eru gerðar og niðurstöður þeirra til að meta áhrif framræslu. Þá var farið í hvernig drónamælingar og gervigreind eru notaðar til að skala punktmælingar upp fyrir stærri svæði. Námskeiðið var kennt samtímis hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Lundarháskóla í Svíþjóð og Ouluháskóla í Finnlandi. Nemendur og kennarar í öllum þremur löndunum hittust á netinu í lok dags og báru saman bækur sínar til að leita lausna við þeim vandamálum sem skjóta upp kollinum í ferlinu og leysa í sameiningu. 

Vistfræði mýra skoðuð. Mynd Bjarni Diðrik Sigurðsson
Asra Salimi útskýrir doktorsverkefni sitt þar sem hún mælir liðin og upptöku koldíoxíðs og metans 20x á sekúndu árið um kring frá framræstu votlendi. Mynd Bjarni Diðrik Sigurðsson
Í lok dags voru bornar saman bækur og farið yfir niðurstöður mælinga.

 

Að námskeiðinu standa Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við LBHÍ, Alejandro Salazar lektor við LBHÍ, Amir Hamidpour doktorsnemi við LBHÍ og Brynhildur Bjarnadóttir frá Háskólanum á Akureyri og er samstarfsverkefni milli LBHÍ, Lundarháskóla í Svíþjóð, Oulu- og Helsinkiháskólanna í Finnlandi og Árósaháskóla í Danmörku með stuðning frá NOVA, ABS og Evrópuverkefninu GreenFeedback.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image