Norrænn styrkur til rannsókna á árangursmati

Nýverið var tilkynnt að verkefnið Árangursmat á vistheimt, hefði hlotið framhaldsstyrk úr einum af sjóðum Norðurlandaráðs. Þetta verkefni hófst nú í ár og er framhald verkefnisins Vistheimt á Norðurlöndum. Markmið þess er að efla mat á árangri vistheimtaraðgerða.

Alþjóðasamfélagið og Norðurlöndin þar á meðal leggja aukna áherslu á vistheimt og á vegum Samningsins um líffræðilega fjölbreytni hafa verið samþykkt hin svonefndu AICHI markmið um að endurheimta beri 15% af röskuðum vistkerfum. Ef ætti að uppfylla þessi markmið hér á landi þyrfti að endurheimta þúsundir ferkílómetra lands, m.a. nærri 4. þúsund ferkílómetra af birkiskógi. Á öllum Norðurlöndunum er markvisst unnið að endurheimt raskaðra vistkerfa en þar, eins og víðast hvar annarsstaðar, skortir gjarnan mat á árangri aðgerða. Slíkt mat er nauðsynlegt til að bæta aðferðir og gera þær markvissari. Þátttakendur í verkefninu koma frá öllum Norðurlöndunum auk Kanada, Grænlands og Skotlands. Verkefninu er stýrt af Landgræðslunni en samstarfsaðili hér á landi er Landbúnaðarháskóli Íslands.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image