Landbúnaðarháskólinn er þátttakandi í NordPlus-tengslanetinu NordNatur sem er samstarfsverkefni 13 háskóla á Norðurlöndunum og í Baltnesku löndunum. Markmiðið með NordNatur er að tengja saman nemendur og kennara á sviði náttúrunýtingar og stjórnunar náttúruauðlinda í þessum háskólum með nemenda- og kennaraskiptum auk þess að þróa sameiginleg námskeið, sérstaklega á MS. stigi.
Tengslanetið heldur einn sameiginlegan fund árlega þar sem farið er yfir verkefni fyrra árs og lagðar línurnar fyrir verkefni komandi árs. Var fundurinn haldinn á Hvanneyri þar sem fulltrúar sjö háskóla dvöldu í fjóra daga.
Skólar sem sendu fulltrúar í þetta sinn:
- University of Copenhagen/ Kaupmannhafnarháskóli
- Lapland University of Applied Sciences (Finland)
- Latvia University of Agriculture
- Kaunas Forestry and Environmental Engineering University of Applied Sciences (Litauen)
- Hedmark University College (Norge)
- Häme University of Applied Sciences (Finland)
- NOVIA University of Applied Sciences (Finland)
Fulltrúar skólanna stóðu fyrir námskynningu í anddyri LbhÍ og fræddu nemendur og kennara um möguleika til náms og starfs í sínum skóla, auk þess buðu þau upp á sælgæti og annað góðgæti frá heimalandinu.
Skipuleggjandi fundarins hér á landi var Brita Berglund sem tók meðfylgjandi myndir úr gönguferð hópsins um Ramsarsvæðið á Hvanneyri. Þá eru einnig myndir frá skólakynningunni.