Opin ráðstefna um neyslubreytingar og áhrif þeirra á matvælaframleiðslu

Neyslubreytingar og áhrif á matvælaframleiðslu

Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasinn standa fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu um neyslubreytingar og áhrif þeirra á matvælaframleiðslu þriðjudaginn fimmta nóvember. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum en munu allir fjalla um það hvernig breytingar á neysluhegðun almennings munu snerta matvælageirann í nánustu framtíð. Ragneiður I. Þórarinsdóttir rektor mun fjalla um hvað sé handan við hornið.

Fulltrúi frá Gallup segir frá könnunum á neyslu sem benda til róttækra breytinga, sérstaklega hjá yngri kynslóðum þar sem m.a. kjötneysla er á undanhaldi í vissum aldurshópum. Marit Sommerfelt Valseth frá Innovasjon Norge, sem er nýsköpunarmiðstöð norska stjórnvalda, fjallar um nýja möguleika í matvælaframleiðslu og tæknibreytingar sem eru í farvatninu. Í erindi um sjálfbærnivæðingu matvælakerfisins verður spurt hvaða tækifæri felast í því fyrir Ísland.

Framkvæmdastjóri Krónunnar mun tala um nýjar kröfur neytenda og hvernig landslagið er að breytast í smásölunni, t.d. með aukinni vefverslun, minni umbúðanotkun og kröfu um minni matarsóun. Spurt verður hvernig bændur og aðrir sem sinna frumframleiðslu matvæla geta framleitt fjölbreyttari vörur til þess að mæta nýrri og breyttri eftirspurn. Einnig verður því vel upp hvernig matarvenjur og breytt neysluhegðun hefur áhrif á heilsu, kolefnisfótspor og áherslur ólíkra matvælafyrirtækja.

Ráðstefnan er haldin klukkan 13.00 til 16.00 á Hótel Sögu þriðjudaginn 5. nóv. og er öllum opin.
Skráning er á bondi.is og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá hefst kl. 13.00:

- Hvað segja kannanir um neysluhegðun Íslendinga? 
Friðrik Björnsson, viðskiptastjóri hjá Gallup

- Sjálfbærnivæðing matvælakerfisins og tækifæri Íslands
Sigurður H. Markússon, Landsvirkjun/University of Cambridge

- Challenges and Opportunities in the AgriFood Sector
Marit Sommerfelt Valseth, ráðgjafi hjá frá Innovasjon Norge

- Hvað er handan við hornið?
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Hlé

- Hvað vilja viðskiptavinir á morgun?
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar

- Matarvitund og þekking: hinn upplýsti neytandi eða áhrifavaldar sem ráða för?
Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands

- Matarsporið – kolefnisreiknir fyrir máltíðir
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Eflu verkfræðistofu

- Landnýting og breytt framtíð
Árni Bragason, forstjóri Landgræðslunnar

- Má bjóða þér kakkalakkamjólk?
Elín M. Stefánsdóttir, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar

Fundarstjóri: Finnbogi Magnússon, formaður Landbúnaðarklasans
Staður: Katla, Hótel Sögu, þri. 5. nóv. kl. 13.00-16.00

Linkur á viðburðinn

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image