Nemendur Landbúnaðarháskólans með nýjan fulltrúa í háskólaráði

Bragi Geir Bjarnason nemandi í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur tekið við sem nýr aðalfulltrúi nemenda í háskólaráði skólans. Hann tekur við keflinu af Ingibergi Daða Kjartanssyni sem einnig er nemandi í búvísindum.

Ingiberg Daði, sem hefur verið aðalfulltrúi nemenda undanfarin misseri, mun nú taka sæti sem varamaður. Í yfirlýsingu þakkaði hann nemendum og starfsfólki skólans fyrir gott samstarf. „Ég hef lært gífurlega mikið á síðustu árum í mínu starfi og get gengið sáttur frá borði,“ segir Ingiberg. Hann óskaði Braga Geir velfarnaðar í nýju starfi.

Bragi Geir er spenntur fyrir hlutverkinu og hefur þegar hafið störf. „Ég er spenntur fyrir komandi ári og hef nú þegar setið nokkra fundi,“ segir Bragi. Bragi leggur áherslu á mikilvægi góðra samskipta milli nemenda og akademíunnar og þakkar Ingibergi Daða fyrir góðan undirbúning. „Ég þakka Ingiberg fyrir vel unnin störf og ætla mér að halda áfram góðri vinnu hans,“ bætti Bragi við.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image