Nemendur á fyrsta ári umhverfisskipulagsbrautar skoða elstu garða Reykjavíkur

Hin árlega skoðunarferð 1. árs  nema umhverfisskipulagsbrautar var farin í fallegu haustveðri fyrir skömmu. Það er vel við hæfi að hefja námið með að skoða elstu garða Reykjavíkur (Íslands) og þá fyrst garðinn við Alþingishúsið sem gerður var af Tryggva Gunnarssyni á seinni hluta 19. Aldar (sjá mynd)  og er sem næst í upprunalegri mynd í dag að forminu til.

Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti var skoðaður, en undir hellulögðu torgi má áætla að þar liggi um 30 kynslóðir Reykvíkinga. Landfógetagarður (við Hressó) sem  má muna sinn fífil fegri – Austurvöllur- Mæðragarður Hallargarður – Lýðveldigarður ( á Hverfigötu – Arnarhóll og að lokum Hörputorg var skoðað, myndað og metið í þessari góðu ferð.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image