Hópurinn sem tók þátt í vinnustofunni

Náttúrumiðaðar lausnir nýttar til að skapa tækifæri fyrir hringrásarkerfi í borgum

Á dögunum var haldin alþjóðleg vinnustofa með áherslu á náttúrumiðaðar lausnir til að efla sjálfbært hringrásarkerfi á Íslandi bæði í borgarumhverfi sem og dreifbýli. Aðal áherslan var á stjórnun vatnsauðlinda, orkuframleiðslu og þá þætti sem hamla eða efla hringrásarkerfi. Vinnustofan var blanda af fyrirlestrum og vettvangsferðum sem gáfu þátttakendum innsýn í mismunandi hringrásarkerfi sem nýta sjálfbæra orku ásamt því að kynnast sérfræðingum af ýmsum sviðum.

Vinnustofan fór fram á Hvanneyri og áttu þátttakendur að vinna að hugmyndum til að gera háskólaþorpið Hvanneyri sjálfbært með hringrásarhugsun. Hópnum var skipt niður í þrjú teymi sem unnu að hugmyndum fyrir Hvanneyri og komu margar skemmtilegar lausnir fram. Má þar nefna rafmagns-deilihjól, samvinnugróðurhús, grænmetisræktun, nýting affalls af húshitun m.a. til upphitunar í gróðurhúsum, nýting úrgangs til framleiðslu á lífgasi,  nýting hrávöru frá búum skólans til matvöruframleiðslu, efling ferðamennsku með áherslu á fugla og friðlandið til uppfræðslu á mikilvægi líffjölbreytni.  Samaneh Nickayin lektor í landslagsarkitektúr sá um vinnustofuna fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við David Finger lektor í verkfræðideild við Háskólann í Reykjavík. Vinnustofan tókst afar vel og var hópurinn ánægður með dvöl sína hér á landi en hópurinn samanstóð af nemendum í framhaldsnámi á ýmsum sviðum og BS nemendum í landslagsarkitektúr á Íslandi.

Vinnustofan er hluti af verkefninu Circular City og er styrkt er af Cost Action sem er evrópskt tengslanet til samvinnu á sviði vísinda og tækni.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image