Náttúrumiðaðar lausnir fyrir vatnavistkerfi

Vinnustofa fyrir náttúrumiðaðar lausnir fyrir vatnavistkerfi.
 
Ókeypis er á vinnustofuna og hægt að bóka miða hér: https://tix.is/.../natturumi-a-ar-lausnir-fyrir.../ (Ath! einungis þarf að taka frá pláss ef fyrirhugað er að mæta í persónu)
 
Samfélagslegar áskoranir vegna breytinga á umhverfi og loftslagi kalla á breytta nálgun lausna við umhverfis- og auðlindanýtingu. Náttúrumiðaðar lausnir eru ein þeirra lausna og felast í aðgerðum til að vernda, nýta á sjálfbæran hátt, endurheimta náttúruleg og breytt vistkerfi með það að markmiði að vernda lífbreytileika og auka velferð fólks.
 
Vinnustofan stendur yfir tvo daga 5. og 6. september 2022 með það að markmiði að kynna fyrir þátttakendum náttúruvænar lausnir við framkvæmdir í vatnavistkerfi. Fyrri daginn verða almennar kynningar um náttúrumiðaðar lausnir, staða mála á Íslandi og verkefnum frá Noregi og Bretlandi. Eftir hádegismat verður boðið upp á þrjá vinnuhópa þar sem farið verður yfir hagnýtar náttúrumiðaðar lausnir við framkvæmdir í árfarvegum, í votlendi og við endurheimt á landi (sjá nánari lýsingu á hópunum hér fyrir neðan). Þann 6. september verður farið í vettvangsferð á nokkra staði þar sem náttúrumiðuðum lausnum hefur verið beitt og hægt verður að ræða þær útfærslur við sérfræðinga.
 
Orka náttúrunnar, Verkís, Umhverfisstofnun og Landbúnaðarháskóli Íslands halda vinnustofuna í samstarfi við breska sérfræðinga á sviði endurheimtar vatnavistkerfis: CBEC – Restoration specialists for the water environment og Salix – Building with nature og McGowan Environmental Engineering - Naturally Different.
 
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama en líka frábært tækifæri fyrir hönnuði og tæknimenntað fólk að koma og fá leiðbeiningar frá sérfræðingum í faginu.
 
Vinnustofan verður að mestu leyti á ensku
 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image