Út er komin skýrsla um náttúrumiðaðar lausnir (e. Nature-based Solutions, NbS) en afraksturinn er samstarf fjölda norræna stofnana þar sem einblínt var á að nota krafta náttúrunnar til að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, fæðuöryggi og sjálfbæra þróun. Lausnirnar fela í sér aðgerðir til að vernda, endurheimta og nýta vistkerfi á sjálfbæran hátt, með það að markmiði að skila ávinningi bæði fyrir náttúruna og mannfólkið.
Landbúnaðarháskóli Íslands var þátttakandi og komu lektorarnir Daniele Stefano og Jóhanna Gísladóttir að ritun leiðbeininga fyrir Norðurlöndin um náttúrumiðaðar lausnir.
Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (e. International Union for Conservation of Nature, IUCN) þurfa náttúrumiðar lausnir e.NbS að vera byggðar á skýrum viðmiðum sem tryggja mælanlegan árangur, jafnvægi milli náttúru- og samfélagsáhrifa og gagnsæja stjórnun. Lausnirnar eru álitnar hagkvæmar og áhrifaríkar leiðir til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (e. The United Nations Sustainable Development Goals, SDGs) og eru sérstaklega nefndar í nýja Kunming-Montreal samkomulaginu um líffræðilega fjölbreytni (e. The Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework, GBF).
Á Norðurlöndum hefur þróun NbS verið í brennidepli, þar sem sérstök áhersla er lögð á staðbundna aðlögun sem nýtir náttúrulega eiginleika hvers svæðis. Íslensk jarðvegsskilyrði, ásamt vistkerfum landsins, bjóða upp á fjölmörg tækifæri til að innleiða lausnir sem styðja við loftslagsmarkmið og líffræðilega fjölbreytni.
Með skýrri stefnumörkun, öflugri eftirfylgni og samstarfi geta náttúrumiðaðar lausnir orðið mikilvægur hlekkur í vegferð okkar að sjálfbærari framtíð.
Skýrslan í heild sinni: 10.6027/temanord2024-558