Náttúrugripagreining á degi íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn í dag mánudaginn 16. september. Í tilefni af deginum ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að bjóða upp á náttúrugripagreiningar á starfsstöðvum sínum í Garðabæ og á Akureyri.

Í tilefni af deginum er boðið upp á ýmsa viðburði víða um land og á höfuðborgarsvæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands ætlar að halda upp á daginn með því að bjóða upp á náttúrugripagreiningar milli klukkan 15 og 17. Almenningi gefst þá kostur á að fá sérfræðinga stofnunarinnar til að greina fyrir sig náttúrugripi að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ og að Borgum við Norðurslóð á Akureyri.

Í Urriðaholti verða sérfræðingar í steinum, steingervingum, íslenskum plöntum, pöddum, sjávardýrum, fuglum og villtum spendýrum. Á Akureyri verða sérfræðingar í sveppum, íslenskum plöntum, fléttum og steinum.
Sjá nánari dagskrá á degi íslenskrar náttúru á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image