Námskeið um samræður, samráð og átakastjórnun í umhverfis- og auðlindamálum

Mannleg samskipti skipta miklu máli fyrir árangur í umhverfis- og auðlindamálum og í dag er oftar en ekki gerð krafa um samráð við ólíka hagsmunaaðila til að ná farsælum og sjálfbærum lausnum. Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði um samræður, samráð og átakastjórnun í umhverfis- og auðlindamálum þar sem þátttakendur öðlast grunnþekkingu og færni í að höndla mannleg samskipti í tengslum við umhverfismál og auðlindanýtingu, hvort sem lýtur að því að vekja áhuga, auka skilning og samráð eða taka á ágreiningsmálum.

Kennari námskeiðsins er Brita Berglund umhverfissamskiptafræðingur og er námskeiðið þriggja daga námskeið sem hefst þann 28. október nk. Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ: https://endurmenntun.lbhi.is/samraedur/

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image